föstudagur, 31. janúar 2014

Stín bloggar !



Hæ, er ykkur ekki kalt? Mér er svo kalt að mig langar bara að leggjast í dvala! Inn í bleiku loðnu mjúku búbbluna mína og vera þar í hnipri einsog í móðurkviði! Hlýtt og gott, ekkert creepy.

En ég vildi bara deila með ykkur Bollunum mínum sem eru reyndar uppseldir!...ok ég á einn eftir. En ef það verður mikil eftirspurn þá ætla ég að setja aðra hönnun og gera fl Take Away bolla fyrir ykkur dúllurnar...Því á Íslandi er kalt, og það er ekkert betra
en eitthvað heitt í fallegri könnu!-->
Uglurnar eru þrjár, sést ekki í eina..en þið getið skoðað bollana betur á síðunni minni sem þið finnið hérna á spássíunni!  Svo sjáið þið fallegu Miss Lady like hér á vinstrihönd, hugsa að ég skelli henni á næsta bolla? eða systur hennar sem er í vinnslu ? Smá eligant! Við elskum að vera eligant!



Svo eru það þessir félagar, risa risa risa stóru latte bollarnir...hvað á ég að gera við þá? Reyndar uppseldir líka....hehe. Er að hugsa með mér að gera fleiri, veit það ekki, kannski....hmmm




Fékk þetta Kimonó og það er gjörsamlega að verða inngróið á mig, elska þetta, svo flott fyrir allt! Fína kjólinn, eða bara hversdagslegheitin.....þetta gengur með öllu, svind fyrir aðrar flíkur. Eða ekki.
Buxurnar eru TopShop, elska hvað þær gera mikið fyrir svarta lookið!
Hárbandið er frá vinkonu minni Gestný....þið finnið hana hér: https://www.facebook.com/gestnydesigniceland

Hún er að gera þessar fallegu VelVet peysur...talandi um kuldan, þessar peysur eru fullkomnar fyrir þennan árstíma!



Svo mikið fallegar ! Ég er rosalega vínrauð þessa dagana! Peysan er líklega ágætis líking við búbbluna sem ég ræði hérna í byrjun, það er svoooo notarlegt að vera í henni...mmmM!



Svo er það þessi...mmmmMmmmmm! Kögurperrinn ég er ekki að hata þessa! Velvet einnig, undarlega þæginleg, kögur, hetta, Gæti mögulega ekki verið betri blanda! Mæli með að þið kíkjið á þessa hönnun!

Ullarnærfötin eru komin úr þurrkaranum, ætla í þau..... Já mér er kalt.
Takk&Bæ









miðvikudagur, 22. janúar 2014

Þýðing á Kvennamáli

Þýðing á kvennamáli

Langar rosalega mikið að gefa út bók í grófum dráttum hvernig konur hugsa....

Þetta væri t.d að finna í henni :

Kona :
Mér er sama = Mér er ekki sama
Jájá = nei
Þú ræður = þú ræður ekki
Finnst þér þessi stelpa ekki sæt sem við mættum áðan= GILDRA
Nei ég vil ekki ís = Ég vil alltaf ís
Oj bleikur = Vildi að ég væri bleik
Jújú farðu bara að tjilla með strákunum = plís vertu heima að gilla á mér tærnar
Já ég er til í Action mynd í kvöld = eeeeeeeeeeeeeeeee ok!
Ég borða ekki svo mikið nammi = NAMMI ER LÍFIÐ
Ætla að fá mér 1bjór með stelpunum = Ætla að fá mér 3bjóra með stelpunum.
Ég myndi segja mig vera þessa röff píu = Ég elska einhyrninga og glimmer
Æ er bara hafa það kósy = Æ ég er bara grenja yfir Notebook í 5 skipti í kvöld og borða ís á meðan ég skoða bikinímódel á pinterest...

Hvert langar þig út í sumar? = Ég er löngu búin að ákveða það, vertu bara sammála mér
Ætti ég að fara í þessum skóm út? = Ertu að segja að ég sé með feita kálfa!!? 

Oh langar í eitthvað djúsí i kvöld en samt ekki of sveitt = Kíló af nammi, gos, hamborgara með extra sósu, franskar, lakkrísreimar, ís og jafnvel bingókúlur ef það er pláss 
Ætla út að hlaupa = Ætla út að hlaup-labba-hringja og slúðra
Ætla í sund og synda nokkrar ferðir = í pottinum
Elska að fá smá "me" time = Plís vertu heima, hver á að fylla á gosið mitt þegar ég er þyrst og hugga mig þegar Jack deyr? 



Jæja væri gaman að grafa dýpra í þetta og gefa út eina bók.
Takk og bæ.

föstudagur, 17. janúar 2014

Fjölmiðlageðveikin


Já ég lét verða að því! Núna get ég loxins ruglað almennilega í ykkur!

Jæja...hef ekkert að segja, er það ekki smá vandræðalegt þegar ég er núna Official komin á bloggmarkaðinn ? Jú Erna það er það.
Okei ég ætla þá bara að byrja að segja ykkur frá síðustu dögum...Þeir einkennast af fjölmiðlum og geðveiki. Kærastinn A.K.A kærastinn minn hann Bassi Ólafsson hefur stofnað síðu með vídjóum sem hafa það markmið að gera mig vandræðalega, eða það finnst mínum manni allavegana ekki leiðinlegt, ef tekst. Sem er alltaf...og ég græt, þegar ég er vandræðaleg, sem er vandræðalegt, svo þetta er hringrásin í þeim málum.
---- > https://www.facebook.com/bassiolafsson
Þetta ku vera vefsíðan, endilega tjekkið á þessu ef skeifan er farin að leka niður í gólf....endilega bara.
Ég er mikið þakklát fyrir manninn minn, hann er eiginlega bara bestur....ég er dekurrófan hans og elskaða. Stelpur, ef maðurinn ykkar er tilbúinn að tríta ykkur einsog prinsessur, ekki hika, njótið.
En já við komum líka í fréttunum....Þar var ég rosalega axlabreið, djúprödduð og talin vera frekar fúllind og grömpý pía. Ok.
---- > http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA5AD53D7-723A-4D5D-AF78-65FB2F42CB60En já skindifrægðin er sæt. Svo sæt að við erum í hlátursgalsa yfir henni á hverju kvöldi. Hlæjum, high five-um og hlæjum meira. Eðlilegt. En flestir dagar hjá okkur eru einsog Live Sirkús.
Útvarpsþættirnir eru ekki af færri toganum, hérna heyrir mágur minn hann Rúnar Freyr í Kærastanum
---- > http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=23672 ( finn ekki linkinn á fleiri, en þeir eru vel fleiri....T.d í morgun var Kiss FM sem hringdi í kærastan, og þar sagði kauði að síðan myndi eflaust breytast í "Unnustinn"....já ég er stelpa og tók þessu virkilega bókstaflega og byrjaði að slefa glimmeri.
En jújú stelpan er líka búin að fá sína umfjöllun.
----> http://www.visir.is/stin-faer-innblastur-af-veraldarvefnum/article/2014701179939?fb_action_ids=10152156831122472&fb_action_types=og.likes&fb_ref=underTake Away bollarnir slá gjörsamlega í botn þessa dagana. Endilega tjekkið á myndunum mínum elsku blóm.
---- > https://www.facebook.com/pages/St%C3%ADn-ART/253970798003420Já segjum þetta gott í bili, ég er farin að þurka glimmerslefið úr andlitinu á mér.