föstudagur, 31. janúar 2014

Stín bloggar !



Hæ, er ykkur ekki kalt? Mér er svo kalt að mig langar bara að leggjast í dvala! Inn í bleiku loðnu mjúku búbbluna mína og vera þar í hnipri einsog í móðurkviði! Hlýtt og gott, ekkert creepy.

En ég vildi bara deila með ykkur Bollunum mínum sem eru reyndar uppseldir!...ok ég á einn eftir. En ef það verður mikil eftirspurn þá ætla ég að setja aðra hönnun og gera fl Take Away bolla fyrir ykkur dúllurnar...Því á Íslandi er kalt, og það er ekkert betra
en eitthvað heitt í fallegri könnu!-->
Uglurnar eru þrjár, sést ekki í eina..en þið getið skoðað bollana betur á síðunni minni sem þið finnið hérna á spássíunni!  Svo sjáið þið fallegu Miss Lady like hér á vinstrihönd, hugsa að ég skelli henni á næsta bolla? eða systur hennar sem er í vinnslu ? Smá eligant! Við elskum að vera eligant!



Svo eru það þessir félagar, risa risa risa stóru latte bollarnir...hvað á ég að gera við þá? Reyndar uppseldir líka....hehe. Er að hugsa með mér að gera fleiri, veit það ekki, kannski....hmmm




Fékk þetta Kimonó og það er gjörsamlega að verða inngróið á mig, elska þetta, svo flott fyrir allt! Fína kjólinn, eða bara hversdagslegheitin.....þetta gengur með öllu, svind fyrir aðrar flíkur. Eða ekki.
Buxurnar eru TopShop, elska hvað þær gera mikið fyrir svarta lookið!
Hárbandið er frá vinkonu minni Gestný....þið finnið hana hér: https://www.facebook.com/gestnydesigniceland

Hún er að gera þessar fallegu VelVet peysur...talandi um kuldan, þessar peysur eru fullkomnar fyrir þennan árstíma!



Svo mikið fallegar ! Ég er rosalega vínrauð þessa dagana! Peysan er líklega ágætis líking við búbbluna sem ég ræði hérna í byrjun, það er svoooo notarlegt að vera í henni...mmmM!



Svo er það þessi...mmmmMmmmmm! Kögurperrinn ég er ekki að hata þessa! Velvet einnig, undarlega þæginleg, kögur, hetta, Gæti mögulega ekki verið betri blanda! Mæli með að þið kíkjið á þessa hönnun!

Ullarnærfötin eru komin úr þurrkaranum, ætla í þau..... Já mér er kalt.
Takk&Bæ









Engin ummæli:

Skrifa ummæli