Polla-Pönk fær mig til að vilja horfa á Eurovision, ég hef aldrei verið þetta "júró-fan" en á morgun ætla ég sko að horfa! Mér finnst þeir flottastir, og með góðan boðskap!
"Burtu með fordóma og alsherjar ósóma, verum öll samtaka, þið verðið að meðtaka, þótt ég hafi talgalla, þá á ekki að uppnefna, þetta er engin algebra, öll erum við eins"
Þetta er svo flottur boðskapur, og ég hvet alla foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum um hvað textinn snýst. Mörg börn syngja þetta daginn út og daginn inn, svaka gaman, en ég er hrædd um að það séu ekki öll sem átta sig á boðskapnum, sem er synd.
"Hvort sem þú ert stór, eða smávaxinn, hvort sem þú ert mjór, eða feitlaginn, Hlustið undireins, inn við bebebebebebe...beinið erum við eins, og það bobobobobobob....borgar sig að BROS...A"
Mikið er um einelti, og allt sem ýtir því er burtu er velkomið. Að verða fyrir einelti er er ólýsanlegur sársauki sem barn þarf að upplifa, textinn í þessu frábæra Eurovision-lagi ber akkurat boðskapinn á móti því, og finnst mér það æðislegt. Og að krakkar séu með þetta lag á heilanum er enn betra, svo er bara að krossleggja fingur og vona að boðskapurinn skili sér til þeirra sem við köllum "gerendur" í eineltismálum. BURTU MEÐ FORDÓMA og ÁFRAM ÍSLAND!
Einnig vil ég benda á kærastan...minn, og hans framtak í þessum málum-Þar býður hann þeim börnum sem eru að verða fyrir einelti í heimsókn í hljóverið í skrall og gaman! https://www.facebook.com/bassiolafsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli