miðvikudagur, 22. október 2014

Barnaherbergi er list!

Nú er ég gengin 34vikur plús 5daga og styttist óðum í litla múmínsnáðan okkar! Við erum ný flutt til Reykjavíkur og erum alveg að springa úr hamingju með nýju íbúðina okkar. Hér í nýju íbúðinni hef ég fengið tækifæri að gera herbergið fyrir litla prinsinn fullkomið, og vá, það er ekkert skemmtilegra en að dúlla sér í þessu barnaherbergi! Ég fer stundum þangað inn með kaffibollan minn og labba í hringi, mér líður svo vel þar inni!

Þessar æðislegu hillur fékk ég í Tiger, sveppurinn er einnig úr Tiger og mér finnst hann æðislega kjút! Svo eru það litlu dúkkurnar frá Petit, Sonny angel series sem ég er smá hrædd um að ég enda á að safna! 

Hver þarf ramma þegar maður á tape? rosalega ódýr og góð lausn! Tvær myndir frá mér moomin og parísarturninn. 




Fékk þetta í Söstrene Grene og þeir gera rosalega mikið fyrir heildina, rimlarúmið fær svo að njóta sín fyrir neðan þá. 

                 

Skýjataflan er úr Söstrene Grene og á hún eftir að njóta sýn vel með allskonar myndum af okkur fjölskyldunni. Fánana födraði ég, en fékk efnið í þá í Söstrene Grene, ég held ég taki alltaf einn rúnt í þá búð þegar ég fer í kringluna eða smáralind. 

                                       

Þessi skýjataska er voðalega þæginleg og var aðallega keypt (Söstrene Grene ) svo hún myndi vera í stíl við sængurfötin frá Petit sem ég ætla næla mér í þegar rimlarúmið kemur í hús ! Hugsaði hana mikið sem bangsageymslu og fyrir teppi, þar sem það á líklega eftir að bætast í það safn. 


Þessi box eru einnig keypt í Söstrene Grene ( kemur kannski ekki á óvart haha! )


Hér sjáum við skiptiborðið, fallegu hillurnar frá Tiger og heimatilbúna grind á veggin sem ég ætla að hengja seríu á. Blómið sem er á Skiptiborðinu er notað í balan þegar barnið fer í bað. Fékk það að gjöf frá vinkonunum og er í skýjunum með það, hugmyndin er að njóta þess að baða barnið í rólegheitum en ekki í stressi í hörðum bala! Þetta heillaði mig strax, og snilldin við þetta blóm er líka að eftir bað er hægt að skella því í þurrkaran ( sem við hjú þurfum að fara fjárfesta í ) og eftir ca 15mín er þetta þurrt og hægt að nota sem teppi fyrir litla kríli eftir baðið ! 



Þetta horn er alveg rosalega mikið uppáhalds! Skýjin eru frá Form límmiðar og mér finnst þau æði! Samfellan lengst til hægri er frá Yl, heilgallinn frá Lindex og dressið lengst til vinstri er frá samstarfskonu minni. Greinina fann ég úti og málaði hvíta...er alveg að elska þetta horn. 



Hilla og rammar frá Ikea, Pastel Paper frá Hrím, trúðar úr góða hriðinum, og hinar tvær myndirnar eru auðvitað frá Söstrene Grene! 




Jiii hvað ég er spennt að fá litla múminsnáðan okkar í fangið! 

Hægt er að fylgjast með á instagram : lindudottir 




4 ummæli:

  1. Mjög flott herbergi! :)

    -gauksdottir.com

    SvaraEyða
  2. Æjjjjjj svo krúttaralegt herbergi fyrir krúttlegasta bumbumolann! :*

    SvaraEyða
    Svör
    1. ó já! krútta í mig í hvert skipti er ég geng þarna framhjá heheh!

      Eyða