Þetta er lítil áminning sem þarf að minna á nokkrum sinnum áður en jólasveinarnir koma til byggða.
13 jólasveinar koma til byggða og gefa börnunum okkar í skóinn, sem oftast veitir mjög svo mikla hamingju og gleði í hjörtum barnanna á morgnanna þegar þau kíkja í skóinn.
Öll munum við eftir því hvað það var spennandi að kíkja í skóinn. Ég man hvað mér fannst gaman að fá eitthvað gamaldags, því það var svo mikið í stíl við þessa vitlausu jólasveina sem mér þóttu svo skondnir. Ég hafði einstaklega gaman af þessu og spáði mikið í gjafirnar sem biðu mín á morgnanna. Þegar ég fékk eitthvað gamaldags eða föndrað myndaðist ákveðin spenna og gleði við að þetta hafi verið eitthvað sem jólasveinninn átti eða föndraði fyrir mig. Þegar ég fékk nammi var ég auðvitað alltaf sátt...enda krakki. Þegar ég fékk eitthvað sem ég vissi að til var úti í búð fékk ég efasemdir en hugsaði oftast að þessi jólasveinn var líklega seinn á ferðinni og ákvað að redda þessu svona.
Í dag eru krakkar að fá að mínu mati allt allt of dýrar og stórar gjafir í skóinn. Gjafir sem eiga frekar heima undir jólatréinu eða eins og við hjúin gerum þetta, í jóladagatalinu. Við semsagt erum ekkert sérlega hrifin af súkkulaðimola alla daga fyrir skóla svo við nýtum tækifærið og gerum heimatilbúið jóladagatal þar sem við getum þá frekar dekrað músina okkar í staðinn fyrir jólasveininn.
Hér er jóladagatalið sem við vorum með í fyrra, sú stutta fílaði þetta í botn. Pakkarnir innihéldu mest megnist af föndurdóti til að dunda sér í yfir jólafríið.
Kæru jólasveinar, þið verðið að stoppa og hugsa. Það er auðvitað gaman að gefa Gunnu nýjan síma, tölvuleik, eða eitthvað í dýrari kanntinum, því þú einfaldlega elskar Gunnu svo rosalega mikið og vilt auðvitað dekra hana upp úr skónum! En hvað með Kalla? afhverju fær Kalli bara mandarínu og sokkapar? eða eitthvað ódyrt? Er ekki frekar pínlegt fyrir Kalla að mæta í skólan í nýju sokkunum sínum á meðan Gunna mætir með nýja síma?
Dekrum börnin okkar í jóladagatalinu eða undir jólatréinu, ekki í jólaskóinn !
Ást og Jólakærleikur
Okei feil hjá okkur foreldrunum að segja Mána að fyrsti jólasveinninn kemur í kvöld! Aðeins að rugla. Máni er að fá í fyrsta skipti í skóinn - smá byrjendamistök!
SvaraEyðahahah æj! þú ert ekki sú eina! Alls ekki ;)
Eyða