miðvikudagur, 10. desember 2014

Jólaskórinn !

Þetta er lítil áminning sem þarf að minna á nokkrum sinnum áður en jólasveinarnir koma til byggða.

13 jólasveinar koma til byggða og gefa börnunum okkar í skóinn, sem oftast veitir mjög svo mikla hamingju og gleði í hjörtum barnanna á morgnanna þegar þau kíkja í skóinn. 
Öll munum við eftir því hvað það var spennandi að kíkja í skóinn. Ég man hvað mér fannst gaman að fá eitthvað gamaldags, því það var svo mikið í stíl við þessa vitlausu jólasveina sem mér þóttu svo skondnir. Ég hafði einstaklega gaman af þessu og spáði mikið í gjafirnar sem biðu mín á morgnanna. Þegar ég fékk eitthvað gamaldags eða föndrað myndaðist ákveðin spenna og gleði við að þetta hafi verið eitthvað sem jólasveinninn átti eða föndraði fyrir mig. Þegar ég fékk nammi var ég auðvitað alltaf sátt...enda krakki. Þegar ég fékk eitthvað sem ég vissi að til var úti í búð fékk ég efasemdir en hugsaði oftast að þessi jólasveinn var líklega seinn á ferðinni og ákvað að redda þessu svona. 

Í dag eru krakkar að fá að mínu mati allt allt of dýrar og stórar gjafir í skóinn. Gjafir sem eiga frekar heima undir jólatréinu eða eins og við hjúin gerum þetta, í jóladagatalinu. Við semsagt erum ekkert sérlega hrifin af súkkulaðimola alla daga fyrir skóla svo við nýtum tækifærið og gerum heimatilbúið jóladagatal þar sem við getum þá frekar dekrað músina okkar í staðinn fyrir jólasveininn. 


Hér er jóladagatalið sem við vorum með í fyrra, sú stutta fílaði þetta í botn. Pakkarnir innihéldu mest megnist af föndurdóti til að dunda sér í yfir jólafríið. 



Þetta er jóladagatalið núna ( myndin var tekin þegar það var enn í vinnslu ) en hérna nýtum við tækifærið í smá dekur og ekki þarf að hafa þetta dýrt, líka sniðugt að gera bara miða sem innihalda eitthvað sem hægt er að gera saman, t.d. baka, spila, vidjókvöld eða þess háttar. 


Kæru jólasveinar, þið verðið að stoppa og hugsa. Það er auðvitað gaman að gefa Gunnu nýjan síma, tölvuleik, eða eitthvað í dýrari kanntinum, því þú einfaldlega elskar Gunnu svo rosalega mikið og vilt auðvitað dekra hana upp úr skónum! En hvað með Kalla? afhverju fær Kalli bara mandarínu og sokkapar? eða eitthvað ódyrt? Er ekki frekar pínlegt fyrir Kalla að mæta í skólan í nýju sokkunum sínum á meðan Gunna mætir með nýja síma? 

Dekrum börnin okkar í jóladagatalinu eða undir jólatréinu, ekki í jólaskóinn ! 

Ást og Jólakærleikur



miðvikudagur, 22. október 2014

Barnaherbergi er list!

Nú er ég gengin 34vikur plús 5daga og styttist óðum í litla múmínsnáðan okkar! Við erum ný flutt til Reykjavíkur og erum alveg að springa úr hamingju með nýju íbúðina okkar. Hér í nýju íbúðinni hef ég fengið tækifæri að gera herbergið fyrir litla prinsinn fullkomið, og vá, það er ekkert skemmtilegra en að dúlla sér í þessu barnaherbergi! Ég fer stundum þangað inn með kaffibollan minn og labba í hringi, mér líður svo vel þar inni!

Þessar æðislegu hillur fékk ég í Tiger, sveppurinn er einnig úr Tiger og mér finnst hann æðislega kjút! Svo eru það litlu dúkkurnar frá Petit, Sonny angel series sem ég er smá hrædd um að ég enda á að safna! 

Hver þarf ramma þegar maður á tape? rosalega ódýr og góð lausn! Tvær myndir frá mér moomin og parísarturninn. 




Fékk þetta í Söstrene Grene og þeir gera rosalega mikið fyrir heildina, rimlarúmið fær svo að njóta sín fyrir neðan þá. 

                 

Skýjataflan er úr Söstrene Grene og á hún eftir að njóta sýn vel með allskonar myndum af okkur fjölskyldunni. Fánana födraði ég, en fékk efnið í þá í Söstrene Grene, ég held ég taki alltaf einn rúnt í þá búð þegar ég fer í kringluna eða smáralind. 

                                       

Þessi skýjataska er voðalega þæginleg og var aðallega keypt (Söstrene Grene ) svo hún myndi vera í stíl við sængurfötin frá Petit sem ég ætla næla mér í þegar rimlarúmið kemur í hús ! Hugsaði hana mikið sem bangsageymslu og fyrir teppi, þar sem það á líklega eftir að bætast í það safn. 


Þessi box eru einnig keypt í Söstrene Grene ( kemur kannski ekki á óvart haha! )


Hér sjáum við skiptiborðið, fallegu hillurnar frá Tiger og heimatilbúna grind á veggin sem ég ætla að hengja seríu á. Blómið sem er á Skiptiborðinu er notað í balan þegar barnið fer í bað. Fékk það að gjöf frá vinkonunum og er í skýjunum með það, hugmyndin er að njóta þess að baða barnið í rólegheitum en ekki í stressi í hörðum bala! Þetta heillaði mig strax, og snilldin við þetta blóm er líka að eftir bað er hægt að skella því í þurrkaran ( sem við hjú þurfum að fara fjárfesta í ) og eftir ca 15mín er þetta þurrt og hægt að nota sem teppi fyrir litla kríli eftir baðið ! 



Þetta horn er alveg rosalega mikið uppáhalds! Skýjin eru frá Form límmiðar og mér finnst þau æði! Samfellan lengst til hægri er frá Yl, heilgallinn frá Lindex og dressið lengst til vinstri er frá samstarfskonu minni. Greinina fann ég úti og málaði hvíta...er alveg að elska þetta horn. 



Hilla og rammar frá Ikea, Pastel Paper frá Hrím, trúðar úr góða hriðinum, og hinar tvær myndirnar eru auðvitað frá Söstrene Grene! 




Jiii hvað ég er spennt að fá litla múminsnáðan okkar í fangið! 

Hægt er að fylgjast með á instagram : lindudottir 




föstudagur, 9. maí 2014

Burtu með fordóma !

Á morgun! á morgun! á morgun! 
Polla-Pönk fær mig til að vilja horfa á Eurovision, ég hef aldrei verið þetta "júró-fan" en á morgun ætla ég sko að horfa! Mér finnst þeir flottastir, og með góðan boðskap!
"Burtu með fordóma og alsherjar ósóma, verum öll samtaka, þið verðið að meðtaka, þótt ég hafi talgalla, þá á ekki að uppnefna, þetta er engin algebra, öll erum við eins"
Þetta er svo flottur boðskapur, og ég hvet alla foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum um hvað textinn snýst. Mörg börn syngja þetta daginn út og daginn inn, svaka gaman, en ég er hrædd um að það séu ekki öll sem átta sig á boðskapnum, sem er synd.
"Hvort sem þú ert stór, eða smávaxinn, hvort sem þú ert mjór, eða feitlaginn, Hlustið undireins, inn við bebebebebebe...beinið erum við eins, og það bobobobobobob....borgar sig að BROS...A"
Mikið er um einelti, og allt sem ýtir því er burtu er velkomið. Að verða fyrir einelti er er ólýsanlegur sársauki sem barn þarf að upplifa, textinn í þessu frábæra Eurovision-lagi ber akkurat boðskapinn á móti því, og finnst mér það æðislegt. Og að krakkar séu með þetta lag á heilanum er enn betra, svo er bara að krossleggja fingur og vona að boðskapurinn skili sér til þeirra sem við köllum "gerendur" í eineltismálum. BURTU MEÐ FORDÓMA og ÁFRAM ÍSLAND!
Einnig vil ég benda á kærastan...minn, og hans framtak í þessum málum-Þar býður hann þeim börnum sem eru að verða fyrir einelti í heimsókn í hljóverið í skrall og gaman! https://www.facebook.com/bassiolafsson

 
 

sunnudagur, 2. mars 2014

Tattúsjúk

I N K fyrir Ömmu mína sem við krakkarnir köllum Ömmulu! "Ammala" Frábær kona.
Já ég fékk mér mitt fyrsta tattú fyrir sirka 4árum, og hugsaði með mér einsog allir hugsa eftir sitt fyrsta tattú"ég hef fullkomna stjórn a þessu"...."ég á ekkert eftir að ÞURFA að fa mer annað tattú" eeeemmmiiiiiitttt.
Geisha! 


Ég fæ mér reyndar alltaf tattú með meiningu, það býr alltaf eitthvað á bak við Inkið!
Ég er með blóm fyrir bræður mína sem eru ættleiddir frá Kína, Einnig tvö óútsprungin fyrir tvö kríli sem fengu ekki að blómstra. 
Svo er ég með undirskriftina frá henni móður minni á öxlinni, og hana Ömmu mína á hendinni "Ammala" við krakkarnir köllum hana það.
Svo er ég með Geishu á upphandleggnum vegna þess að ég dái Asíu, ég dái allt við hana. Unaður.
Ég er með vinkonu tattú sem ég og æskuvinkona mín deilum saman.
Held ég sé ekki að gleyma neinu......kannski. Man það ekki, því einsog ég segi fyrir ofan þá er ég með fullkomna stjórn á þessu!

Svo eru svo mörg Tattú sem eru gjörsamlega gordjöss !


Smekklegt


Þetta verður næsta mitt! Inn í því á að standa "Lífið"


Er með eitt á þessum stað, þessi staður kemur alltaf vel út!


Þetta finnst mér sturlað!

Mjög svo fallegt, en ekki fyrir viðkvæma, drullu vont að fá tattú á rifbeinin. (Leið næst um því yfir mig) En ég er sooddan aumingi.

Textar koma alltaf vel út! Ég tók ákvörðun og allt sem er ritað á mig er á Íslensku.

Fallegur staður, ætla mér að fá Æðruleysisbænina þarna einn daginn!

Hér er INK mappan mín á Pinterest!

http://www.pinterest.com/stinart/ink/

P.s aldrei sjá eftir tattú-i sem þú færð þér...Þau eiga sér öll sína sögu <3






sunnudagur, 9. febrúar 2014

S U M A R Þ R Á I N





Í gærnótt dreymdi mig draum sem situr fastur og neitar að fara. Ég horfi út, sé vorið myndast, svo fallegt. En það sem mig dreymdi var ströndin, sólin, kokteillinn, ástin, og sandurinn var mjúkur sem dúnn! Ég lá í dúnmjúkum sandinum á meðan ég fylgdist með myndarlega manninum mínum hlaupa út í sjóinn ( sem er fyndið því hann er hræddur við sjó )...what a man....en okok, hann var að hlaupa i sjóinn, mjög svo unaðsleg sjón, blikkar mig, ég roðna.
Ég sit með ískaldan kokteil í hendinni á meðan sólin yljar líkamanum sem er bústnari en vanalega, karamellubrúnn, rjóður og kynþokkinn blómstrar í gegnum hverja fellingu. Unaðstilfinningin sem fór um mig var engri lík, ég var í paradís. Við hlið mér lá bók, "Andardráttur", höfundur : Erna Kristín. Ég las...." Við vorum ekki nema hálfnuð með kokteilana þegar flóðið skall á, flóðið sem tók líf, flóðið sem kom svo skyndilega, flóðið sem breytti stefnu okkar í lífinu, eða okkar sem lifðu það af, ég tók andardrátt, allt svart." oooookei drama? reyndar alveg forvitin hvernig þessi bók mín endar ha ha.
eeeeen fyrir utan það, elsku sumar, komdu fljótt, ég þrái þig einsog barn þráir köku, samt smá...( mikið ) bara svo ég geti notað fallega toppinn sem ég keypti mér...okeeeei. bleeesss.


Keypti þennan topp á netinu, hann er smá ástæðan fyrir strandarþörfinni hjá mér....

                                                      Ahhhhhhhh!!!!!!!!!!!!!!!!




                                                     Þessi draumur er velkominn aftur....og aftur....







föstudagur, 31. janúar 2014

Stín bloggar !



Hæ, er ykkur ekki kalt? Mér er svo kalt að mig langar bara að leggjast í dvala! Inn í bleiku loðnu mjúku búbbluna mína og vera þar í hnipri einsog í móðurkviði! Hlýtt og gott, ekkert creepy.

En ég vildi bara deila með ykkur Bollunum mínum sem eru reyndar uppseldir!...ok ég á einn eftir. En ef það verður mikil eftirspurn þá ætla ég að setja aðra hönnun og gera fl Take Away bolla fyrir ykkur dúllurnar...Því á Íslandi er kalt, og það er ekkert betra
en eitthvað heitt í fallegri könnu!-->
Uglurnar eru þrjár, sést ekki í eina..en þið getið skoðað bollana betur á síðunni minni sem þið finnið hérna á spássíunni!  Svo sjáið þið fallegu Miss Lady like hér á vinstrihönd, hugsa að ég skelli henni á næsta bolla? eða systur hennar sem er í vinnslu ? Smá eligant! Við elskum að vera eligant!



Svo eru það þessir félagar, risa risa risa stóru latte bollarnir...hvað á ég að gera við þá? Reyndar uppseldir líka....hehe. Er að hugsa með mér að gera fleiri, veit það ekki, kannski....hmmm




Fékk þetta Kimonó og það er gjörsamlega að verða inngróið á mig, elska þetta, svo flott fyrir allt! Fína kjólinn, eða bara hversdagslegheitin.....þetta gengur með öllu, svind fyrir aðrar flíkur. Eða ekki.
Buxurnar eru TopShop, elska hvað þær gera mikið fyrir svarta lookið!
Hárbandið er frá vinkonu minni Gestný....þið finnið hana hér: https://www.facebook.com/gestnydesigniceland

Hún er að gera þessar fallegu VelVet peysur...talandi um kuldan, þessar peysur eru fullkomnar fyrir þennan árstíma!



Svo mikið fallegar ! Ég er rosalega vínrauð þessa dagana! Peysan er líklega ágætis líking við búbbluna sem ég ræði hérna í byrjun, það er svoooo notarlegt að vera í henni...mmmM!



Svo er það þessi...mmmmMmmmmm! Kögurperrinn ég er ekki að hata þessa! Velvet einnig, undarlega þæginleg, kögur, hetta, Gæti mögulega ekki verið betri blanda! Mæli með að þið kíkjið á þessa hönnun!

Ullarnærfötin eru komin úr þurrkaranum, ætla í þau..... Já mér er kalt.
Takk&Bæ









miðvikudagur, 22. janúar 2014

Þýðing á Kvennamáli

Þýðing á kvennamáli

Langar rosalega mikið að gefa út bók í grófum dráttum hvernig konur hugsa....

Þetta væri t.d að finna í henni :

Kona :
Mér er sama = Mér er ekki sama
Jájá = nei
Þú ræður = þú ræður ekki
Finnst þér þessi stelpa ekki sæt sem við mættum áðan= GILDRA
Nei ég vil ekki ís = Ég vil alltaf ís
Oj bleikur = Vildi að ég væri bleik
Jújú farðu bara að tjilla með strákunum = plís vertu heima að gilla á mér tærnar
Já ég er til í Action mynd í kvöld = eeeeeeeeeeeeeeeee ok!
Ég borða ekki svo mikið nammi = NAMMI ER LÍFIÐ
Ætla að fá mér 1bjór með stelpunum = Ætla að fá mér 3bjóra með stelpunum.
Ég myndi segja mig vera þessa röff píu = Ég elska einhyrninga og glimmer
Æ er bara hafa það kósy = Æ ég er bara grenja yfir Notebook í 5 skipti í kvöld og borða ís á meðan ég skoða bikinímódel á pinterest...

Hvert langar þig út í sumar? = Ég er löngu búin að ákveða það, vertu bara sammála mér
Ætti ég að fara í þessum skóm út? = Ertu að segja að ég sé með feita kálfa!!? 

Oh langar í eitthvað djúsí i kvöld en samt ekki of sveitt = Kíló af nammi, gos, hamborgara með extra sósu, franskar, lakkrísreimar, ís og jafnvel bingókúlur ef það er pláss 
Ætla út að hlaupa = Ætla út að hlaup-labba-hringja og slúðra
Ætla í sund og synda nokkrar ferðir = í pottinum
Elska að fá smá "me" time = Plís vertu heima, hver á að fylla á gosið mitt þegar ég er þyrst og hugga mig þegar Jack deyr? 



Jæja væri gaman að grafa dýpra í þetta og gefa út eina bók.
Takk og bæ.

föstudagur, 17. janúar 2014

Fjölmiðlageðveikin


Já ég lét verða að því! Núna get ég loxins ruglað almennilega í ykkur!

Jæja...hef ekkert að segja, er það ekki smá vandræðalegt þegar ég er núna Official komin á bloggmarkaðinn ? Jú Erna það er það.
Okei ég ætla þá bara að byrja að segja ykkur frá síðustu dögum...Þeir einkennast af fjölmiðlum og geðveiki. Kærastinn A.K.A kærastinn minn hann Bassi Ólafsson hefur stofnað síðu með vídjóum sem hafa það markmið að gera mig vandræðalega, eða það finnst mínum manni allavegana ekki leiðinlegt, ef tekst. Sem er alltaf...og ég græt, þegar ég er vandræðaleg, sem er vandræðalegt, svo þetta er hringrásin í þeim málum.
---- > https://www.facebook.com/bassiolafsson
Þetta ku vera vefsíðan, endilega tjekkið á þessu ef skeifan er farin að leka niður í gólf....endilega bara.
Ég er mikið þakklát fyrir manninn minn, hann er eiginlega bara bestur....ég er dekurrófan hans og elskaða. Stelpur, ef maðurinn ykkar er tilbúinn að tríta ykkur einsog prinsessur, ekki hika, njótið.
En já við komum líka í fréttunum....Þar var ég rosalega axlabreið, djúprödduð og talin vera frekar fúllind og grömpý pía. Ok.
---- > http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVA5AD53D7-723A-4D5D-AF78-65FB2F42CB60En já skindifrægðin er sæt. Svo sæt að við erum í hlátursgalsa yfir henni á hverju kvöldi. Hlæjum, high five-um og hlæjum meira. Eðlilegt. En flestir dagar hjá okkur eru einsog Live Sirkús.
Útvarpsþættirnir eru ekki af færri toganum, hérna heyrir mágur minn hann Rúnar Freyr í Kærastanum
---- > http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=23672 ( finn ekki linkinn á fleiri, en þeir eru vel fleiri....T.d í morgun var Kiss FM sem hringdi í kærastan, og þar sagði kauði að síðan myndi eflaust breytast í "Unnustinn"....já ég er stelpa og tók þessu virkilega bókstaflega og byrjaði að slefa glimmeri.
En jújú stelpan er líka búin að fá sína umfjöllun.
----> http://www.visir.is/stin-faer-innblastur-af-veraldarvefnum/article/2014701179939?fb_action_ids=10152156831122472&fb_action_types=og.likes&fb_ref=underTake Away bollarnir slá gjörsamlega í botn þessa dagana. Endilega tjekkið á myndunum mínum elsku blóm.
---- > https://www.facebook.com/pages/St%C3%ADn-ART/253970798003420Já segjum þetta gott í bili, ég er farin að þurka glimmerslefið úr andlitinu á mér.